Stjórnarsáttmáli 
ríkisstjórnarflokkanna
þriggja

Utanríkisráðaneitið 
— Skýrsluhönnun og plakat

Það tíðkast ekki að myndskreyta stjórnarsáttmála á Íslandi og þegar verkefnið kom á okkar borð þótti það til marks um nýja tíma, nýja hugsun og markmið til framtíðar. Þessu vildum við koma skýrt til skila í teikningunum og nýta sjónrænan miðil til þess að blása nýju lífi í plagg sem hingað til hefur verið borið uppi af miklum texta.

Hver kafli fyrir sig fékk eina mynd, auk þess sem samstarfið í heild sinni er auðkennt með fallegri teikningu með vísun í landið og landvættina.

Helstu stefnumál ríkisstjórnarinnar eiga hver sína mynd sem mynda allar jafnframt eina heild. Skarpar línur, sterkir litir og ólík form koma saman í stíl sem er í senn auðkennandi og skýr og stendur til marks um þau þáttaskil sem vonast var til að nýtt ríkisstjórnarsamstarf myndi skapa.

Teikningar: Viktoriar Buzukina